Ferill 158. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 158 . mál.


Ed.

327. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 10 1988, um ráðstafanir í ríkisfjármálum og lánsfjármálum á árinu 1988.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur rætt frumvarpið og leggur meiri hl. til að það verði samþykkt með breytingartillögu sem flutt er á sérstöku þingskjali.
    Í nefndinni var m.a. rætt um vanda skipasmíðaiðnaðarins.
    Á fund nefndarinnar komu Þórleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna, Björn Tryggvason aðstoðarbankastjóri og Ingimundur Friðriksson frá Seðlabanka Íslands.
    Fram hefur komið í umræðum á Alþingi nú í þessari viku að iðnaðarráðherra léti nú í samráði við fjármálaráðherra og sjávarútvegsráðherra kanna möguleika á að undanþiggja erlendar lántökur til samkeppnisverkefna í skipasmíðaiðnaði þessu lántökugjaldi.

Alþingi, 21. des. 1988.



Eiður Guðnason,

Valgerður Sverrisdóttir,

Jóhann Einvarðsson.


form., frsm.

fundaskr.



Margrét Frímannsdóttir.